Jón Nordal fæddist 6. mars 1926. Hann lést 5. desember 2024.

Útför Jóns Nordals fór fram 20. desember 2024.

Merkasta tónskáld þjóðarinnar, Jón Nordal, er látinn á háum aldri.

Fyrstu minningar mínar af Jóni Nordal eru frá því þegar hann lék á tónleikum í Trípólíbíói sem var kvikmyndahús á Melunum í eigu Tónlistarfélagsins. Jón var sestur við flygilinn á sviðinu og ruggaði stólnum fram og aftur og beið eftir að gestirnir kæmu inn úr hléi. Þegar Jón hóf leikinn lék hann frábæra prelúdíu og fúgu eftir sjálfan sig. Eftir námsdvöl erlendis hélt Jón tónleika á vegum Tónlistarfélagsins en meðal verka á efnisskrá var tónverkið Myndir á sýningu eftir Mussorgsky og má nefna að hann var fyrsti píanóleikarinn á Íslandi sem lék það enda var Jón

...