Lög Sigríður óskaði eftir því fyrr á árinu að Helgi yrði leystur frá störfum.
Lög Sigríður óskaði eftir því fyrr á árinu að Helgi yrði leystur frá störfum. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að hún telji sér ekki heimilt að úthluta Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara verkefnum þar sem hún telji hann ekki uppfylla almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara.

„Hún [Sigríður] er að reyna að draga þessa ályktun sjálf á sömu forsendum og ráðherra fjallaði um í sumar og hafnaði því sama. [Ráðherra] taldi mig vera hæfan til að gegna þessu starfi og mér yrði ekki vikið úr starfi. Þannig að hún er í rauninni bara að þverskallast við að sætta sig við ákvörðun ráðherra, þar sem hún er í raun að fullyrða að niðurstaða ráðherra sé röng,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið en í sumar óskaði Sigríður eftir því að dómsmálaráðherra myndi leysa Helga tímabundið frá störfum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hafnaði beiðninni. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir nýr

...