Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1942. Hún lést 11. desember 2024.

Hún var dóttir hjónanna Ásgeirs Einarssonar rennismiðs og Sigrúnar Þórðardóttur úr Viðey. Bræður Sólveigar eru Einar og Þórður.

Sólveig Þóra ólst að mestu upp í Reykjavík. Ung að aldri var hún starfandi í verslunum en mestan hluta starfsævinnar starfaði hún við umönnun barna á vegum barnaverndaryfirvalda.

Sólveig var sem ung stúlka virk í kristilegum félagsskap í KFUK og KSS. Í gegnum kristilega starfið kynntist Sólveig Guðmundi Annilíussyni eiginmanni sínum. Þau gengu í hjónaband 17. júní 1960 og bjuggu alla tíð í Reykjavík.

Sólveig og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðríður leikskólakennari, maki Þorsteinn Svavar McKinstry leiðsögumaður.

...