Útlit er fyrir að Víkingar þurfi að spila heimaleik sinn erlendis þegar þeir mæta Panathinaikos frá Grikklandi í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta 13. febrúar. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sagði við Fótbolta.net að hann teldi nær engar líkur á að Víkingar fengju eina undanþágu enn frá UEFA til að spila á Kópavogsvelli þar sem þeir léku leikina þrjá í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði níunda og síðasta mark Al Qadsiah í stórsigri liðsins á botnliðinu Al Taraji, 9:2, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Þetta var þriðja mark Söru í fyrstu átta umferðum deildarinnar en lið hennar er í fjórða sæti, tíu stigum á eftir toppliði Al Nassr sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu.
Knattspyrnukonan
...