Íslenska óperan mun halda árlega jólatónleika sína í dag, Þorláksmessu, í Hörpuhorni í Hörpu kl. 15. Kór Íslensku óperunnar mun flytja fallega hátíðardagskrá. Magnús Ragnarsson stjórnar kórnum. Tónleikarnir hafa verið ómissandi þáttur í jólahaldi mjög margra um árabil, segir í kynningartexta. Þá eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.