Sigþór Reynir Kristinsson fæddist 1. apríl 1970. Hann lést 8. desember 2024.

Útför hans fór fram 20. desember 2024.

Í dag kveðjum við alltof snemma okkar ástkæra æskuvin, Sigþór Reyni Kristinsson, sem hefur fylgt okkur í vinahópnum síðan í barnæsku. Við vinirnir kynntumst allir í sex ára bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, í hverfi sem var í vexti og bauð upp á mörg ævintýri hjá jafnöldrum sem voru að hefja sína ævigöngu saman. Æskuárin einkenndust af ýmsum eftirminnilegum atburðum sem líklega mörg flokkast undir strákapör af bestu gerð. Íþróttir tóku einnig mikinn tíma á þessum árum, fótbolti á Víðistaðatúni eða körfubolti á skólavellinum var vinsælasta afþreyingin.

Unglingsárin tóku svo við með sínum ævintýrum og skemmtunum þar sem vikan fór oftast í að finna stað til að hittast á um helgar og

...