Landsmenn gæða sér á skötu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Margir tóku forskot á sæluna um helgina, líkt og á Þórshöfn. Skötuilminn lagði eftir Bakkaveginum og vandalaust að rekja sig að upptökum þessa sterka jólailms sem barst frá útgerðarhúsi Geirs ÞH-150
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Landsmenn gæða sér á skötu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Margir tóku forskot á sæluna um helgina, líkt og á Þórshöfn.
Skötuilminn lagði eftir Bakkaveginum og vandalaust að rekja sig að upptökum þessa sterka jólailms sem barst frá útgerðarhúsi Geirs ÞH-150. Þar stóð yfir hin árlega skötuveisla fyrir áhöfn Geirs og fjölskyldur þeirra.
Eigendur útgerðarinnar, hjónin Jónas Jóhannsson og Þorbjörg Þorfinnsdóttir, hafa haldið í þá hefð að bjóða áhöfninni og öllum þeirra fylgifiskum í skötu fyrir jólin. Í þetta sinn voru tæplega 40 gestir í vistlegu útgerðarhúsinu en sá yngsti var þriggja ára barnabarn vélstjórans á Geirnum.
Geirfuglarnir, eins og áhöfn Geirs er
...