Þórunn Sigurlaug Sigurðardóttir, Lilla, fæddist 28. febrúar 1949. Hún lést 9. desember 2024.
Útför hennar fór fram 20. desember 2024.
Amma Lilla var ekki bara amma mín heldur einnig besta vinkona mín og manneskja sem ég leit upp til og mun alltaf gera. Hún var sú hlýjasta og besta, með knús sem gátu læknað hvað sem var. Hún fylgdist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur og var minn helsti stuðningsmaður. Ég gat alltaf leitað til hennar, hvort sem það var til að spjalla eða biðja um ráð. Amma var alltaf hreinskilin, hún hlustaði af athygli og skilningi, en var á sama tíma óhrædd við að segja mér til ef hún var ósammála. Hún var alltaf hress og full af lífsgleði, og við gátum setið tímunum saman og hlegið. Þegar kom að því að ég þyrfti að fara sagði hún alltaf „hvað liggur á?“ Þetta sýndi hversu dýrmæt hver einasta stund
...