Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa um helgina; samsteypustjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Hún nýtur ríflegs þingstyrks 36 þingmanna og naums 50,4% kjörfylgis.
Umboð stjórnarflokkanna er hins vegar dræmt þegar litið er til þess að Samfylking hlaut aðeins 21% atkvæða, en í Íslandssögunni hefur enginn burðarflokkur í ríkisstjórn áður haft minna fylgi. Viðreisn og Flokkur fólksins með sín 16% og 14% státa enn síður af sérstöku ákalli kjósenda til erindis þeirra.
Það kann að skýra hvers vegna hin stutta stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar er jafnóljós og raunin er, um flest ákaflega almennt orðuð og lýsir markmiðum fremur en leiðum.
Í ljósi hins hóflega umboðs flokkanna kann það að lýsa skynsamlegri hófsemi, en vandinn liggur eftir sem áður í þeim leiðum
...