Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason telur að heimurinn verði öruggari næstu fjögur árin með Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna heldur en ef Kamala Harris, frambjóðandi demókrata, hefði unnið. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Dagmála þar sem…
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason telur að heimurinn verði öruggari næstu fjögur árin með Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna heldur en ef Kamala Harris, frambjóðandi demókrata, hefði unnið.
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Dagmála þar sem Frosti og Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi ræða um kosningasigur Trumps og hvað framtíðin beri í skauti sér. Friðjón segir erfitt að svara því hvort heimurinn verði öruggari. Hann segir það geta gerst ef Bandaríkjamenn ná að auka olíuframleiðslu og þannig lækka heimsmarkaðsverð olíu, sem myndi svipta Rússa og Írana tekjum.
Hins vegar ef Trump byrjar að leysa upp alþjóðakerfi og NATO lendir í vandræðum þá verði heimurinn óöruggari. hng@mbl.is