Þaulseta er löng og stöðug dvöl á sama stað, stundum kölluð þráseta. Sá sem þetta iðkar er þó ekki „þaulsetinn“, það orð gæfi til kynna að setið hefði verið lengi á eða í e-u eða e-m, sbr
Þaulseta er löng og stöðug dvöl á sama stað, stundum kölluð þráseta. Sá sem þetta iðkar er þó ekki „þaulsetinn“, það orð gæfi til kynna að setið hefði verið lengi á eða í e-u eða e-m, sbr. þéttsetinn, fullsetinn, hersetinn. Orðið er þaulsætinn, með æ-i. „Gestir mínir voru svo þaulsætnir að ég var farinn að geispa.“