„Afkomendurnir voru einhvers staðar nærri 100, síðast þegar talið var,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir, elsti Íslendingurinn, sem varð 107 ára í gær. Hún fagnaði tímamótunum í gær með sínu fólki, hvar hún býr nú á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Afkomendurnir voru einhvers staðar nærri 100, síðast þegar talið var,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir, elsti Íslendingurinn, sem varð 107 ára í gær. Hún fagnaði tímamótunum í gær með sínu fólki, hvar hún býr nú á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík. Glatt var á hjalla, enda tilefni til að gleðjast því Þórhildur er enn vel ern og minnið gott.
Til þessa hafa 15 Íslendingar náð 107 ára aldri. Þá hafa síðustu hálfa aðra öld rúmlega 800 Íslendingar orðið 100 ára, segir á vefsíðunni Langlífi.
„Hún amma hefur alltaf verið valkyrja og haldið saman stórum hóp. Heimili hennar og afa var alltaf miðlægur staður í lífi fjölskyldunnar,“ segir Þórhildur Eggertsdóttir um ömmu sína –
...