Níðstöng gegn heimsveldinu
Þröngur fjárhagur og aðgerðaþreyta gerði það að verkum að miðnefnd sá ekki ástæðu til að efna til Keflavíkurgöngu um haustið [1979]. Gönguhugmyndir skutu nokkrum sinnum upp kollinum um sumarið og var ráðist í óformlega skoðanakönnun meðal hóps félagsmanna í því skyni, en að lokum felldi miðnefnd tillögu um göngu á fundi sínum í lok ágúst. Atburðir við Sundahöfn um miðjan september áttu þó eftir að blása mannskapnum kapp í kinn á nýjan leik.
Þann 18. september komu til hafnar í Reykjavík átta Nató-herskip. Í frétt Þjóðviljans í aðdragandanum var farið háðulegum orðum um gestakomuna og minnt á að í fyrri heimsóknum hefðu „margir verið ófeimnir við að mála óánægju sína með þær sterkum litum – á síður skipanna.“ Fylgdi fréttinni mynd frá árinu 1968 af mótmælendum spreyja á
...