Þórhallur Heimisson
Þá eru enn ein jólin runnin upp. Jesús er söguhetja jólanna og þekktasta sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í er sögð í Lúkasarguðspjalli í Biblíunni. Aðra sögu af fæðingu Jesú er að finna í Matteusarguðspjalli í sömu bók. En hvenær fæddist eiginlega Jesús?
Samkvæmt Lúkasi fæddist Jesús á meðan Heródes mikli var leppkonungur Rómverja í Ísrael. Það var hann frá árinu 37 fyrir Krist. Nú er það svo að Heródes dó árið fjögur fyrir Krist – fjórum árum áður en Jesú á að hafa fæðst samkvæmt tímatali okkar. Matteusarguðspjall segir svo frá að Heródes hafi sent hermenn til Betlehem til að myrða öll sveinbörn tveggja ára og yngri eftir að hann hafði fengið fréttina af fæðingu Jesú. Þess vegna hlýtur Jesús að hafa fæðst að minnsta kosti 5-6 árum fyrir tímatal okkar, 5-6 árum fyrir fæðingu sína! Tökum eftir því að
...