Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Icelandair áætlar aukaflug frá Reykjavík til Akureyrar í dag og útfærir flug til annarra áfangastaða innanlands. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi segir útlit fyrir að allir flugfarþegar komist á áfangastað fyrir hátíðirnar. Flogið var til Egilsstaða í gær en öllu öðru innanlandsflugi aflýst vegna veðurs. Sendingar sem bárust flugfrakt fyrir hádegi í gær komast á áfangastað fyrir jól að sögn Guðna en afdrif annarra sendinga velta á flugi dagsins.
Millilandaflug gekk betur en flugi til landsins var seinkað í gærmorgun svo vélar kæmu inn þegar aðeins hafði lægt. 30-50 mínútna seinkun var frá Ameríku og til Evrópu svo farþegar næðu sínum tengingum. Segir Guðni næstu daga skoðast eftir veðurspá.
„Þegar veðurviðvörun er
...