70 ára Kristín fæddist 24. desember 1954 í Ólafsvík, yngst 6 systkina. Móðir hennar lést þegar Kristín var aðeins 3 mánaða. Fyrstu árin var hún í Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík en flutti síðar til Reykjavíkur með móðursystur sem tók hana að sér eftir móðurmissinn. Flest sumur dvaldi hún hjá ömmu í Tungu.

„Við eiginmaðurinn hófum búskap í Reykjavík, fyrst á Baldursgötu, svo Eyjabakka en fluttum í Brekkubyggð í Garðabæ árið 1982 þar sem okkur hefur liðið mjög vel og eignast góða vini. Við byggðum einnig sumarbústað á Arnarstapa þar sem við höfum átt margar gæðastundir með fjölskyldu og vinum. Ég útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1977, vann lengst af á Vífilsstöðum þar sem var gott að vinna, þar af í yfir 20 ár á húðlækningadeild.

Ég á mörg áhugamál og er dugleg að rækta heilsuna. Ég hef t.d. verið í

...