Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex í dag, aðfangadag, er Ástbjörn Egilsson í vinnunni í Dómkirkjunni í Reykjavík eins og vanalega á þessum tíma á hverju ári frá 1999. „Það er yndislegt að vera í kirkjunni á aðfangadag, eins og reyndar alla daga,“ segir hann
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex í dag, aðfangadag, er Ástbjörn Egilsson í vinnunni í Dómkirkjunni í Reykjavík eins og vanalega á þessum tíma á hverju ári frá 1999. „Það er yndislegt að vera í kirkjunni á aðfangadag, eins og reyndar alla daga,“ segir hann. „Þetta er gott samfélag og verður enn betra á stórhátíðum eins og jólum og páskum.“
Kirkjuhaldari Dómkirkjunnar fer með peningamálin, undirbýr bókhaldið fyrir bókara, sér um að viðhaldi sé sinnt og er í raun framkvæmdastjóri. Ástbjörn var kirkjuhaldari og framkvæmdastjóri sóknarnefndar frá 1999 til 2014 og hefur síðan verið með annan fótinn í kirkjunni.
„Ég hleyp til þegar þörf er á,“ segir hann. Bætir við
...