Ungi maður, gætir þú aðstoðað mig með dálitla þraut?“
Konan stóð við afgreiðsluborðið í lítilli bókaverslun í miðbænum, og það var vika til jóla.
„Fyrirgefðu?“ svaraði maðurinn og brosti með augunum.
„Gætirðu aðstoðað mig við að leysa þraut?“
„Ertu að leita að bók? Einhverri sérstakri bók, eða höfundi?“
„Nei, ég er með jólagátu sem ég þarf hjálp við. Nokkrar spurningar um bækur, ég held að þær séu ekkert mjög flóknar.“
„Ég loka búðinni eftir nokkrar mínútur, og ég er svo á hraðferð …“ Hann leit á úrið sitt. „Gætirðu
...