Vetrarsólstöður/vetrarsólhvörf voru að morgni laugardagsins. Þá var dagur stystur á norðurhveli jarðar. Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólhvörf og daginn að lengja, er oft sagt að munurinn nemi hænufeti á dag
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vetrarsólstöður/vetrarsólhvörf voru að morgni laugardagsins. Þá var dagur stystur á norðurhveli jarðar.
Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólhvörf og daginn að lengja, er oft sagt að munurinn nemi hænufeti á dag. Þessarar sérstöku merkingar orðsins hænufet fyrir stutt skref er m.a. getið í Orðabók Menningarsjóðs.
En hversu stórt skyldi nú hænufetið vera? Svar við spurningunni má finna í erindi sem Þorsteinn heitinn Sæmundsson, helsti stjörnufræðingur Íslendinga, flutti árið 1987 og birt er í Almanaki Háskólans.
„Á liðnum árum hefur það komið fyrir, bæði í útvarpi og sjónvarpi, að menn hafa vitnað í almanakið og talið að hænufetið myndi nema
...