Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Áform eru um að reisa nýtt hús við Skógasafn undir Eyjafjöllum, Þórðarstofu, þar sem minningu Þórðar Tómassonar, stofnanda og fyrsta safnvarðar Byggðasafnsins á Skógum, verður haldið á loft. Einnig er áformað reisa nýja skemmu við Skógasafn sem gæti nýst bæði til sýninga í tengslum við samgöngusafn og sem geymsla fyrir safnmuni.
„Þórður ólst upp í Vallnatúni undir Eyjafjöllum, ekki langt frá Skógum, og bjó, eins og margir á þeim tíma, fyrst í torfbæ en á fjórða áratug síðustu aldar var byrjað að byggja þar steinsteypt íbúðarhús eftir staðlaðri ríkisteikningu. Þetta voru einföld steypt hús, rúmlega 55 fermetrar að stærð. Hugmyndin er að byggja þannig hús, bæði til að heiðra ævistarf Þórðar við safnið og einnig til að gera sögunni skil varðandi híbýli þess tíma því þetta eru hús
...