Afar óljóst er hvaða sparnaði má ná fram með hagræðingu í stjórnarráðinu, þar á meðal með því að fækka ráðuneytum um eitt. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa nefnt 400 milljónir króna á ári í því samhengi, en svar við fyrirspurn Morgunblaðsins til…
Ríkisstjórn Daði Már Kristófersson, nýbakaður fjármálaráðherra Viðreisnar.
Ríkisstjórn Daði Már Kristófersson, nýbakaður fjármálaráðherra Viðreisnar. — Morgunblaðið/Karítas

Andrés Magnússon

Inga Þóra Pálsdóttir

Afar óljóst er hvaða sparnaði má ná fram með hagræðingu í stjórnarráðinu, þar á meðal með því að fækka ráðuneytum um eitt. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa nefnt 400 milljónir króna á ári í því samhengi, en svar við fyrirspurn Morgunblaðsins til menningar- og viðskiptaráðuneytisins bendir til þess að það sé mikið ofmat.

Samkvæmt svörum ráðuneytisins mun sparnaðurinn á næsta ári nema liðlega 68 m.kr., tæplega 194 m.kr. árið eftir og 230 m.kr. árið 2027, sem eru samtals 490 m.kr. Það leiðir af því að lögð séu niður störf níu starfsmanna af skrifstofu ráðuneytisstjóra og skrifstofu fjármála og gæðamála, auk tveggja aðstoðarmanna, og lækkun á kostnaði við ráðherraakstur, öryggisgæslu, ferðalög o.fl., en laun ráðherra eru ekki meðtalin.

Þá

...