„Jólin koma, hvar sem maður er staddur. Þá tilfinningu þekki ég vel; þetta verða mín 30. jól á sjónum, en alls er sjómannsferillinn orðinn 46 ár,“ segir Karl Guðmundsson, skipstjóri á ms
Sjómenn Hafsteinn Úlfar og Karl Guðmundsson faðir hans saman á Brúarfossi í gær. Sá eldri hér með lukkudýrið Rúdolf sem alltaf er nærri.
Sjómenn Hafsteinn Úlfar og Karl Guðmundsson faðir hans saman á Brúarfossi í gær. Sá eldri hér með lukkudýrið Rúdolf sem alltaf er nærri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Jólin koma, hvar sem maður er staddur. Þá tilfinningu þekki ég vel; þetta verða mín 30. jól á sjónum, en alls er sjómannsferillinn orðinn 46 ár,“ segir Karl Guðmundsson, skipstjóri á ms. Brúarfossi. Stórskipið lagði í haf frá Reykjavík í gærkvöldi, á Þorláksmessu, og stefnan var sett á Nuuk á Grænlandi. Verður komið þangað síðdegis á annan dag jóla, gangi allt upp samkvæmt siglingaáætlun, sem þarf að halda hvað sem líður hátíðum.

Vestlægar átti

...