Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að árið í heild hafi gengið ágætlega í ferðaþjónustunni. Vöxtur hafi þó ekki einkennt greinina á árinu. „Árið fór eins og við mátti búast
Ferðaþjónustan Ferðamannafjöldinn sem sækir Ísland heim hefur haldist svipaður milli ára, en afkoma greinarinnar hefur verið að batna.
Ferðaþjónustan Ferðamannafjöldinn sem sækir Ísland heim hefur haldist svipaður milli ára, en afkoma greinarinnar hefur verið að batna. — Morgunblaðið/Karítas

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að árið í heild hafi gengið ágætlega í ferðaþjónustunni. Vöxtur hafi þó ekki einkennt greinina á árinu.

„Árið fór eins og við mátti búast. Við höfum verið að tapa samkeppnishæfni gagnvart áfangastöðum á borð við Noreg vegna stöðu efnahagslífsins bæði hér á landi og í Noregi,“ segir Jóhannes. Ferðamannafjöldinn sem sæki Ísland heim hafi haldist svipaður

...