Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í janúar, lýsti á ný um helgina áhuga á að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum.
„Í þágu þjóðaröryggis og frelsis um allan heim þá telja Bandaríkin að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu algerlega nauðsynleg,“ skrifaði Trump á samskiptavef sinn, Truth Social, á sunnudagskvöld.
Þegar Trump var Bandaríkjaforseti á árunum 2017-2021 lýsti hann yfir áhuga á að kaupa Grænland af Dönum en dönsk stjórnvöld vísuðu þeim hugmyndum strax á bug.
Grænlensku þingmennirnir tveir á danska þinginu brugðust við ummælum Trumps í samtali við grænlenska miðilinn sermitsiaq.ag í gær og sögðu að Grænland væri ekki til sölu. Hefur vefurinn eftir Aaju Chemnitz, fulltrúa Inuit Ataqatigiit, að hún telji að friður á Grænlandi sé
...