Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur átt afar viðburðaríkt ár en hann var ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands í júlí, aðeins nokkrum dögum eftir að hann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs Jamaíku
Írland
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur átt afar viðburðaríkt ár en hann var ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands í júlí, aðeins nokkrum dögum eftir að hann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs Jamaíku.
Heimir, sem er 57 ára gamall, tók við þjálfun Jamaíku í september árið 2022 og náði mjög góðum árangri með liðið en Jamaíka komst í undanúrslit Gullbikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó í undanúrslitum keppninnar í Nevada í Bandaríkjunum í sumar.
Þá fór liðið alla leið í undanúrslit Þjóðadeildar Norður-Ameríku í ár þar sem Jamaíka tapaði fyrir Bandaríkjunum í Arlington, 3:1, eftir framlengdan leik, en Jamaíka hafnaði í þriðja sæti keppninnar eftir sigur gegn Panama í leik
...