The Christmas Quest er ný jólamynd frá Hallmark. Gerist sagan á Íslandi þar sem hinir íslensku jólasveinar Brians Pilkington leika stórt hlutverk en bandaríska leikkonan Lacey Chabert, sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í Mean Girls, fer með…
Perlan Kristoffer Polaha og Lacey Chabert.
Perlan Kristoffer Polaha og Lacey Chabert.

Anna Rún Frímannsdóttir

The Christmas Quest er ný jólamynd frá Hallmark. Gerist sagan á Íslandi þar sem hinir íslensku jólasveinar Brians Pilkington leika stórt hlutverk en bandaríska leikkonan Lacey Chabert, sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í Mean Girls, fer með annað aðalhlutverkið. Í myndinni leikur hún fornleifafræðing sem heldur til Íslands ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, sem er norrænn tungumálasérfræðingur. Saman leita þau að þjóðsögulegum jólafjársjóði en eru þó ekki þau einu sem vilja komast yfir fjársjóðinn og því upphefst kapphlaup sem teygir anga sína víða um land. Það er eitthvað ákaflega sérstakt og pínulítið ankannalegt við það að horfa á ameríska jólamynd sem gerist á Íslandi en tökustaðir eru meðal annars Perlan, miðbærinn, Skálholt og Dimmuborgir. Þá hamast amerísku leikararnir við

...