Svíar æfir út í Þjóðverja og Norðmenn með varann á sér

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni um orkumál í Evrópu þessa dagana.

„Ég er brjáluð út í Þjóðverjana,“ sagði Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum.

Reiði ráðherrans stafar af því sem hún kallar óábyrga hegðun stjórnvalda í Berlín.

Eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan ákvað Angela Merkel, þáverandi kanslari, að loka öllum kjarnorkuverum Þýskalands og var slökkt á því síðasta í fyrra.

Fyrir vikið þurfa Þjóðverjar nú að flytja inn orku. Svíar eru einn helsti útflytjandi orku í Evrópu, koma þar næstir á eftir Frökkum, samkvæmt vefsíðunni Montel, sem fjallar um orkumál.

Kerfinu er ætlað að jafna orkudreifingu eftir framboði

...