Hákon Skúlason
Undanfarin ár höfum við hjá Símstöðinni átt í góðu samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð um að opna leið fyrir skjólstæðinga þeirra aftur inn á vinnumarkaðinn. Töluvert af nýju starfsfólki hefur komið til okkar í gegnum þetta samstarf, enda bjóðum við upp á hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma eftir þörfum hvers og eins. Þetta samstarf hefur gengið það vel að fyrirtæki okkar hlaut nafnbótina VIRKT fyrirtæki ársins 2024.
Vinnuletjandi kerfi
Þrátt fyrir árangurinn hafa komið upp áskoranir. Sem dæmi tilkynnti starfsmaður hjá mér fyrr á árinu að hann þyrfti að segja upp störfum. Hann hafði staðið sig einstaklega vel í starfi, var vel liðinn af samstarfsfólki og sýndi mikinn áhuga á vinnu. Þegar ég spurði hvort eitthvað í starfinu eða launakjörin væri ástæða uppsagnarinnar, þá útskýrði hann að þetta
...