Veit­ur hafa biðlað til al­menn­ings að halda hit­an­um inni, í ljósi kuldakasts í veður­kort­un­um. Silja Ing­ólfs­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Veitna segir að staðan sé tek­in á hverj­um degi að vana og Veit­ur hafi haft sam­band við…

Veit­ur hafa biðlað til al­menn­ings að halda hit­an­um inni, í ljósi kuldakasts í veður­kort­un­um. Silja Ing­ólfs­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Veitna segir að staðan sé tek­in á hverj­um degi að vana og Veit­ur hafi haft sam­band við sam­starfs­fólk sitt í þeim til­gangi að und­ir­búa til að mynda starfs­fólk sund­lauga, ef koma skyldi til lok­un­ar. Það sé þó ekki gert nema í ýtr­ustu neyð, ef kald­ir dag­ar verða marg­ir í röð.

Íbúar í sveit­ar­fé­lag­inu Árborg eru hvatt­ir til þess að fara spar­lega með heita vatnið af sömu ástæðu. Er þetta gert til þess að draga úr lík­um á þjón­ustu­skerðing­u, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sel­fossveit­um. „Fólk get­ur sparað heitt vatn og þar með kyndi­kostnað sinn með því að gæta að því að glugg­ar séu ekki opn­ir og úti­dyr ekki látn­ar standa opn­ar leng­ur en þörf er á,“ seg­ir þar.