Listin endurspeglar ávallt hinar áköfu breytingar nútímans og umfaðmar síðustu myndbrot nútímamannkyns betur en nokkur annar kimi menningarinnar.“
— Höfundarréttur Beatriz Milhazes, með leyfi Pace Gallery

Beatriz Milhazes

er brasilískur listamaður. Tate St. Ives-galleríið í London sýndi úrval verka hennar á árinu á sýningunni „Beatriz Milhazes: Maresias“ og hún tók enn fremur þátt í Feneyjatvíæringnum.

Impressjónistahreyfingin, sem átti upphaf sitt á ofanverðri 19. öldinni og setti varanlegt mark á nútímalist, var framtak listamanna sem töldu akademíska staðla vera dragbít á sköpunargáfu sína. Brutust þeir úr fjötrunum og fylgdu eigin innsæi og skynjun með hringrás náttúrunnar sem leiðarhnoða.

Þótt 150 ár séu liðin frá fyrstu impressjónistasýningunni býr hreyfingin enn yfir grípandi afli sem veitir okkur innblástur til að endurmeta menningarlegar hefðir og valdamynstur sem úrskurðarvald okkar smekks. Sýnilega hefur arfleifð impressjónistanna verið okkur hvatning í átt að því að uppgötva

...