Formaður húsfélags á Völundarlóð við Skúlagötu furðar sig á misvísandi skilaboðum sem berist frá Reykjavíkurborg annars vegar og Strætó hins vegar. Íbúar þar hafa kvartað undan strætóstöð sem komið var fyrir við fjölbýlishúsið.
Axel Hall segir að eftir ítrekanir hafi borgarstjóri loks svarað erindi þeirra og þar komi fram að hann muni láta kanna hvort ekki sé hægt að koma á skýrara verklagi á meðan vagnarnir standi við húsið. Í svari borgarstjóra er einnig tekið fram að endastöð Strætó við Hörpu sé tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að gerð framtíðaraðstöðu við Hlemm.
Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir hins vegar að endastöðin á Skúlagötu sé tímabundin ráðstöfun, en hún verði ekki flutt aftur á Hlemm. » 22