Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hefur leyst upp sambandsþingið og Þjóðverjar munu því ganga til kosninga þann 23. febrúar 2025. Þetta gerist í kjölfar þess að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðasta mánuði og…
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hefur leyst upp sambandsþingið og Þjóðverjar munu því ganga til kosninga þann 23. febrúar 2025. Þetta gerist í kjölfar þess að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðasta mánuði og vantraust var samþykkt á hendur Scholz fyrr í desember.
Kristilegir demókratar eru með langmesta stuðninginn í Þýskalandi og þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) mælist með meiri stuðning en Verkamannaflokkur Olafs Scholz.