„Við höfum sýnt fram á hvernig nýjar stökkbreytingar koma miklu oftar frá föður en móður,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Barn sem er getið af fertugum föður flytur afkvæmi sínu tvisvar sinnum fleiri…
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
„Við höfum sýnt fram á hvernig nýjar stökkbreytingar koma miklu oftar frá föður en móður,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
„Barn sem er getið af fertugum föður flytur afkvæmi sínu tvisvar sinnum fleiri nýjar stökkbreytingar en það sem er getið af tvítugum föður. Það vill svo til að hættan á einhverfu er tvisvar til þrisvar sinnum meiri hjá barni sem er getið af fertugum föður en tvítugum. Hættan á geðklofa er töluvert miklu meiri hjá barni sem er getið af fertugum föður en þeim sem er tvítugur. Krabbamein barna eru, guði sé lof, fágæt en þau eru undir miklum áhrifum af þessum nýju stökkbreytingum.“
Kári er í ítarlegu viðtali í Tímamótum, áramótablaði
...