Eldur Kvika hefur brotið sér leið upp á yfirborðið sjö sinnum frá því hamfarirnar gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra, þar af sex sinnum á þessu ári, nú síðast í lok nóvember sl. Lengsta gosið á Sundhnúkagígaröðinni stóð yfir í 53 daga. Það gos hófst 16. mars og stóð til 8. maí. Í janúar urðu nokkur hús í Grindavík hrauni að bráð og í nóvember lagði það undir sig bílastæðið við Bláa lónið. Reynt var að kæla hraunið með vatni.
Móðgun Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík, móðgaði kennara með ummælum sínum á opnum fundi í október. Það varð til þess að fjöldi kennara lagði leið sína í Ráðhúsið til að mótmæla. Einar baðst afsökunar á ummælunum.
Forseti Halla Tómasdóttir var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins með nokkrum yfirburðum í júní og var sett í embætti 1. ágúst. Hér fagnar hún með almenningi að lokinni innsetningarathöfninni
...