Baksvið
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, hefur þungar áhyggjur af framtíð þess mikla safnkosts, gagna og hljóðfæra um tónmenningu Íslendinga, sem safnað hefur verið á umliðnum áratugum og að sýningarhald hefur fallið niður.
Bjarki og Jón Hrólfur Sigurjónsson, sérfræðingur og samstarfsmaður hans, hafa í yfir 30 ár unnið að viðamikilli söfnun heimilda og annarra gagna um tónlistariðkun Íslendinga og að margvíslegum verkefnum tengdum tónlist, miðlun og sögu. Þegar Tónlistarsafnið í Kópavogi var lagt niður árið 2017 og safnið flutt í Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, fengu Bjarki og Jón vinnuaðstöðu í Þjóðarbókhlöðunni. Gegndi Bjarki þar stöðu fagstjóra yfir hljóð- og
...