Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, hefur þungar áhyggjur af framtíð þess mikla safnkosts, gagna og hljóðfæra um tónmenningu Íslendinga, sem safnað hefur verið á umliðnum áratugum og að sýningarhald hefur fallið niður
Afhending gjafar Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson með Eleanor Oltean, barnabarni Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds.
Afhending gjafar Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson með Eleanor Oltean, barnabarni Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds.

Baksvið

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, hefur þungar áhyggjur af framtíð þess mikla safnkosts, gagna og hljóðfæra um tónmenningu Íslendinga, sem safnað hefur verið á umliðnum áratugum og að sýningarhald hefur fallið niður.

Bjarki og Jón Hrólfur Sigurjónsson, sérfræðingur og samstarfsmaður hans, hafa í yfir 30 ár unnið að viðamikilli söfnun heimilda og annarra gagna um tónlistariðkun Íslendinga og að margvíslegum verkefnum tengdum tónlist, miðlun og sögu. Þegar Tónlistarsafnið í Kópavogi var lagt niður árið 2017 og safnið flutt í Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, fengu Bjarki og Jón vinnuaðstöðu í Þjóðarbókhlöðunni. Gegndi Bjarki þar stöðu fagstjóra yfir hljóð- og

...