Bretar lokuðu kolaverinu í Ratcliffe við ána Soar í september og urðu þar með fyrsta stóra iðnríkið til að loka öllum orkuverum, sem knúin eru með kolum í landinu. Iðnríki heims vinna nú að því að draga úr kolanotkun í því skyni að hefta útblástur…
Bretar lokuðu kolaverinu í Ratcliffe við ána Soar í september og urðu þar með fyrsta stóra iðnríkið til að loka öllum orkuverum, sem knúin eru með kolum í landinu. Iðnríki heims vinna nú að því að draga úr kolanotkun í því skyni að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun á jörðinni. Með lokun versins er Bretland í fararbroddi helstu iðnríkjanna í þeirri viðleitni að skipta út kolum fyrir sjálfbæra orkugjafa.