Bjarni Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá sér að boða til kosninga sem síðan var gengið til 30. nóvember síðastliðinn. Flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi unnið varnarsigur við erfiðar aðstæður þar sem ástandið hafi ekki verið bjart á tímabili
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Bjarni Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá sér að boða til kosninga sem síðan var gengið til 30. nóvember síðastliðinn. Flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi unnið varnarsigur við erfiðar aðstæður þar sem ástandið hafi ekki verið bjart á tímabili. Flokkurinn hlaut 19,4%. Stærstur flokka varð Samfylkingin með 20,8% atkvæða.
Þetta kemur fram í nýju viðtali við Bjarna á vettvangi Spursmála en það er aðgengilegt í heild sinni á mbl.is og öllum helstu efnisveitum, m.a. Spotify.
„Niðurstaðan í þessum kosningum varð ákveðinn varnarsigur eftir langt stjórnarsamstarf í þriggja flokka stjórn. Við erum flokkurinn sem bætti hvað mestu
...