Bíó Paradís Emilia Pérez ★★★·· Leikstjórn: Jacques Audiard. Handrit: Jacques Audiard og Boris Razon. Aðalleikarar: Zoe Saldana, Karla Sofía Gascón, Selena Gomez og Adriana Paz. Belgía, Frakkland, Mexíkó og Bandaríkin, 2024. 130 mín.
Fersk „Þrátt fyrir þessa vankanta er þetta kvikmynd sem vert er að mæla með fyrir áhorfendur sem leita að einhverju nýju og fersku,“ segir rýnir um söngvamyndina Emiliu Pérez eftir leikstjórann Jacques Audiard.
Fersk „Þrátt fyrir þessa vankanta er þetta kvikmynd sem vert er að mæla með fyrir áhorfendur sem leita að einhverju nýju og fersku,“ segir rýnir um söngvamyndina Emiliu Pérez eftir leikstjórann Jacques Audiard.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Emilia Pérez er ný söngvamynd eftir leikstjórann Jacques Audiard sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor. Þar hlaut Audiard dómnefndarverðlaunin fyrir myndina og leikkonuhópurinn vann saman verðlaunin fyrir bestu leikkonuna. Myndin sló einnig í gegn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum þar sem hún var valin besta myndin og hlaut fern önnur verðlaun. Emilia Pérez er líka í fararbroddi á Golden Globe-kvikmyndahátíðinni með alls 10 tilnefningar og talið er myndin verði einnig sterkur keppinautur á Óskarnum.

Miðað við glæsilegar móttökur og dóma er ekki skrítið að einhverjir velti því fyrir sér hvaða mynd og hvers konar Emilia Pérez er. Kvikmyndin er söngvamynd en hún fjallar ekki

...