Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

„Niðurstaðan í þessum kosningum varð ákveðinn varnarsigur eftir langt stjórnarsamstarf í þriggja flokka stjórn. Við erum flokkurinn sem bætti hvað mestu við sig í kosningabaráttunni,“ segir Bjarni Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra í nýju viðtali á vettvangi Spursmála. Hann kveðst telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að boða til kosninga.

Spurður út í hvort til standi að fresta fyrirhuguðum landsfundi í lok febrúar fram á haustið verður Bjarni nokkuð véfréttarlegur í tali. Hann segist ekki taka þá ákvörðun einn en að ýmis rök hnígi að því að halda fundinn síðar. Fyrirhuguð tímasetning hafi tekið mið af því að búa flokkinn undir kosningar sem séu, þegar hingað er komið, afstaðnar. » 4