Á þessum vendipunkti í sögu geimkönnunar, þar sem mannkynið færir sig frá jörðunni í átt að því að eiga heima á fleiri en einum hnetti, hef ég helgað mig því að tryggja að geimurinn verði áfram svæði þar sem friður og aðgengi ríkir. Það verkefni hefst á tunglinu okkar.
Tilbúin mynd af Shackleton-gígnum á suðurskauti tunglins gerð með upplýsingum frá tunglrannsóknarhnetti NASA. Vísindamenn telja að nógu kalt gæti verið í dældum á þessu svæði til að þar hafi leynst vatn í milljónir ára.
Tilbúin mynd af Shackleton-gígnum á suðurskauti tunglins gerð með upplýsingum frá tunglrannsóknarhnetti NASA. Vísindamenn telja að nógu kalt gæti verið í dældum á þessu svæði til að þar hafi leynst vatn í milljónir ára. — NASA Scientific Visualization Studio via The New York Times

Michelle Hanlon

er framkvæmdastjóri miðstöðvar um loft- og geimferðalög við Háskólann í Mississippi og einn stofnenda samtakanna Fyrir allt tunglkyn.

Ég trúi því að við getum í alvörunni náð fram heimsfriði á jörðu – og jafnvel á öðrum hnöttum. Kannski er það barnalegt, en ég var nógu lánsöm til þess að fæðast inn í heim þar sem mikil fjölbreytni ríkir, sem veitir mér sífelldan innblástur.

Móðir mín er frá bæ í nágrenni Sjanghæ og faðir minn er af pólskum uppruna. Þau giftust, af merkri tilviljun, á sama degi og sovéska geimfarið Luna-2 brotlenti á tunglinu, en það var fyrsta skiptið sem mannkynið markaði spor sín á öðrum himinhnetti. Faðir minn gekk til liðs við bandarísku utanríkisþjónustuna skömmu síðar, og ég eyddi æsku minni flytjandi milli Afríku, Austur-Evrópu og Asíu, þar sem ég

...