Alicia Malone
Vinna mín snýst um að horfa á bíómyndir þannig að það mætti ætla að ég væri aldrei í vandræðum með að finna eitthvað til að horfa á. En eins og svo mörg okkar hef ég glatað óteljandi klukkustundum í að leita án árangurs. Það getur verið yfirþyrmandi að þræða sig gegnum endalaus öpp og rásir. Það er engin uppröðun á efninu. Þar sem öllu ægir saman fær maður samtímis á tilfinninguna að það sé of mikið til að horfa á og ekkert almennilegt til að horfa á.
Algoritmarnir, sem mæla með myndum, eru ekki svarið; ég hef aldrei skilið hvers vegna þeir koma með tillögur um myndir sem eru alveg eins og sú sem maður var að horfa á. Hin sanna ánægja af því að horfa á bíómyndir hlýtur að liggja í að uppgötva eitthvað nýtt: finna mynd sem maður hefur aldrei heyrt um en verður ný uppáhaldsmynd; að sogast inn í sögu sem verður til þess að þú sérð umfjöllunarefnið í nýju ljósi; sjá mynd sem fellur ekki
...