Mikilvægt er að því sé komið skýrt í lög að kostnaði vegna sorphirðu verði skipt jafnt á allar fasteignir í fjöleignarhúsi.
Sigurbjörn Skarphéðinsson
Sigurbjörn Skarphéðinsson

Sigurbjörn Skarphéðinsson

Nýlega kom á mitt borð mál sem varðaði skráningu á fjölda sorptunna í sorptunnugeymslu fjölbýlishúss á höfuðborgarsvæðinu en framkvæmd innheimtunnar og skipting gjaldanna kom mér verulega á óvart. Gerði ég örkönnun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um skiptingarreglu gjalda í slíkum húsum. Öll hafa svarað erindinu nema eitt, sem aðeins hefur svarað að hluta.

Er ég þá aðeins að tala um kostnað við tunnur, stærri og minni kör og djúpgáma sem tengjast íbúðafjölbýli, ekki um atvinnuhúsnæði og ekki sorpeyðingargjöld sem sveitarfélögum er heimilt að innheimta sem hlutfall af heildarkostnaði sorphirðunnar.

Það sem ég taldi einfalda útfærslu hefur reynst nokkuð flókið kerfi og mismunandi útfærslur milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem öll eru þó í samstarfi um

...