Keppt verður um Hornafjarðarmeistarann í manna 16. janúar. Íslandsmótið í Hornarfjarðarmanna var endurvakið um miðjan nóvember og heimsmeistaramótið var á sínum stað á Humarhátíðinni á Höfn á liðnu sumri, en keppni lá niðri undanfarin ár vegna covid
Íslandsmótið Elín Guðmundsdóttir og Jón Malmquist Guðmundsson (til hægri) veittu Bjarka Elvari harða keppni.
Íslandsmótið Elín Guðmundsdóttir og Jón Malmquist Guðmundsson (til hægri) veittu Bjarka Elvari harða keppni.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Keppt verður um Hornafjarðarmeistarann í manna 16. janúar. Íslandsmótið í Hornarfjarðarmanna var endurvakið um miðjan nóvember og heimsmeistaramótið var á sínum stað á Humarhátíðinni á Höfn á liðnu sumri, en keppni lá niðri undanfarin ár vegna covid. „Þetta er spil sem gefur mikinn félagsauð og tengir kynslóðirnar saman,“ segir Hornfirðingurinn Sigurpáll Ingibergsson, stjórnarmaður í Skaftfellingafélaginu í Reykjavík, sem varð Íslandsmeistari í spilinu 2007 og 2015.

Reglurnar í Hornafjarðarmanna eru ólíkar reglunum í manna og eru eignaðar Eiríki Helgasyni, presti í Bjarnanesi um og fyrir miðja 20. öld. Til að byrja með er dregið um hvaða spil þrír spilarar eigi að spila hverju sinni (hjarta-, spaða-, tígul- eða lauftromp (spil 6-9), grand (tía, ás og

...