Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Keppt verður um Hornafjarðarmeistarann í manna 16. janúar. Íslandsmótið í Hornarfjarðarmanna var endurvakið um miðjan nóvember og heimsmeistaramótið var á sínum stað á Humarhátíðinni á Höfn á liðnu sumri, en keppni lá niðri undanfarin ár vegna covid. „Þetta er spil sem gefur mikinn félagsauð og tengir kynslóðirnar saman,“ segir Hornfirðingurinn Sigurpáll Ingibergsson, stjórnarmaður í Skaftfellingafélaginu í Reykjavík, sem varð Íslandsmeistari í spilinu 2007 og 2015.
Reglurnar í Hornafjarðarmanna eru ólíkar reglunum í manna og eru eignaðar Eiríki Helgasyni, presti í Bjarnanesi um og fyrir miðja 20. öld. Til að byrja með er dregið um hvaða spil þrír spilarar eigi að spila hverju sinni (hjarta-, spaða-, tígul- eða lauftromp (spil 6-9), grand (tía, ás og
...