Þriggja bíla árekstur varð við Hafnarfjall í gærkvöldi. Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Vesturlandi, slasaðist enginn í árekstrinum. Þá upplýsti Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, að nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu verið ræstir út í kjölfar árekstursins.
Lögregla var kölluð út í Mjódd í gærkvöldi þegar tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í verslunarkjarnanum. Að sögn Guðmundar Sævarssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni á Dalvegi, höfðu tveir útigangsmenn sem hafa haldið til í Mjódd komið sér þar fyrir og annar þeirra sofnað. Vegfarendur hafi hins vegar grunað að eitthvað alvarlegt hrjáði manninn sökum þess hve erfiðlega gekk að vekja hann og því tilkynnt málið til lögreglu.