Þriggja bíla árekst­ur varð við Hafn­ar­fjall í gærkvöldi. Að sögn Ásmund­ar Kr. Ásmunds­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, slasaðist eng­inn í árekst­rinum. Þá upp­lýsti Jens Heiðar Ragn­ars­son, slökkviliðsstjóri Akra­ness og…

Þriggja bíla árekst­ur varð við Hafn­ar­fjall í gærkvöldi. Að sögn Ásmund­ar Kr. Ásmunds­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, slasaðist eng­inn í árekst­rinum. Þá upp­lýsti Jens Heiðar Ragn­ars­son, slökkviliðsstjóri Akra­ness og Hval­fjarðarsveit­ar, að nokkr­ir bíl­ar slökkviliðsins hefðu verið ræst­ir út í kjöl­far árekst­urs­ins.

Lög­regla var kölluð út í Mjódd í gærkvöldi þegar til­kynnt var um meðvit­und­ar­laus­an mann í versl­un­ar­kjarn­an­um. Að sögn Guðmund­ar Sæv­ars­son­ar, aðal­varðstjóra á lög­reglu­stöðinni á Dal­vegi, höfðu tveir útigangs­menn sem hafa haldið til í Mjódd komið sér þar fyr­ir og ann­ar þeirra sofnað. Veg­far­end­ur hafi hins veg­ar grunað að eitt­hvað al­var­legt hrjáði mann­inn sök­um þess hve erfiðlega gekk að vekja hann og því til­kynnt málið til lög­reglu.