Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er afrekslið Hafnarfjarðar 2024, Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum er íþróttakona Hafnarfjarðar og Daníel Ingi Egilsson úr FH er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2024. Valið var kynnt í gærkvöldi. Þar var og úthlutað 10,4 milljónum króna úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf barna.
Meistaraflokkur karla hjá FH varð bæði deildar- og Íslandsmeistarar í ár. Liðið lék afar vel í deildarkeppni á síðasta tímabili og vann í lokaumferð deildarmeistaratitil, þann fyrsta frá 2017.
Elín Klara var einnig íþróttakona Hafnarfjarðar í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin ein besta handknattleikskona landsins, segir í kynningu. Á tímabilinu 2023-2024 leiddi hún meistaraflokk Hauka til úrslita í Íslandsmótinu. Að tímabilinu loknu var hún valin
...