Viðurkenning Íþróttafólk Hafnarfjarðar með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra en móðir Daníels Inga tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.
Viðurkenning Íþróttafólk Hafnarfjarðar með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra en móðir Daníels Inga tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd. — Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er afrekslið Hafnarfjarðar 2024, Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum er íþróttakona Hafnarfjarðar og Daníel Ingi Egilsson úr FH er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2024. Valið var kynnt í gærkvöldi. Þar var og úthlutað 10,4 milljónum króna úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf barna.

Meistaraflokkur karla hjá FH varð bæði deildar- og Íslandsmeistarar í ár. Liðið lék afar vel í deildarkeppni á síðasta tímabili og vann í lokaumferð deildarmeistaratitil, þann fyrsta frá 2017.

Elín Klara var einnig íþróttakona Hafnarfjarðar í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin ein besta handknattleikskona landsins, segir í kynningu. Á tímabilinu 2023-2024 leiddi hún meistaraflokk Hauka til úrslita í Íslandsmótinu. Að tímabilinu loknu var hún valin

...