Við stjórnarskiptin blasa við stórverkefni til varnar landi og þjóð. Þau verða ekki leyst með ESB-aðild.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Ársins 2024 verður minnst vegna stjórnmálaumbrota í lýðræðisríkjum austan og vestan Atlantshafs. Samhliða hafa tengsl milli einræðisríkja styrkst vegna stríðsreksturs í Úkraínu. Þá hafa valdahlutföll fyrir botni Miðjarðarhafs gjörbreyst, Ísrael í hag.

Allt eru þetta stórtíðindi. Alþjóðaathygli hefur þó lítið beinst að stjórnarskiptunum hér fyrir réttri viku, 21. desember. Þau skipta þó mestu fyrir okkur á heimavelli og fylgja góðar óskir nýrri stjórn.

Samfylkingin eignast forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, í annað skipti í 25 ára sögu sinni. Þrána eftir að flokkurinn næði embættinu mátti merkja af stappi,

...