— Sara Jane Ho

Sara Jane Ho

Fólk fer iðulega í baklás yfir hugmyndinni um „kurteisisvenjur“. Mörgum finnst þær vera yfirstéttarforngripur liðins tíma, sem snúist um að muna hvaða gaffal eigi að nota við kvöldverðarborðið. Fólki finnst orðið jafnvel þrúgandi eins og það sé að reyna að stjórna og hemja, en kurteisisvenjur eru ekki óbifanlegt hugtak.

Kurteisisvenjur eru þvert á móti skapandi hegðun sem ræðst af samhenginu og snýst um að draga fram bestu mögulegu útgáfuna af okkur sjálfum. Þær hafa einnig orkuna til að laga sig að þörfum okkar breyttu tíma. Það þarf ekki að fylgja hefðum fortíðarinnar bara til þess að hlýða kurteisisvenjum, en að kynna sér hvers vegna grundvallarhefðir komust á hjálpar til við að útskýra ástæðurnar fyrir hegðun okkar.

Hinn forni uppruni handabandsins var að sýna öðrum að maður væri ekki vopnaður. Að sama skapi varð sú venja að skála til svo að gestgjafar gætu sýnt

...