Lögin hér eru ævintýraleg, þetta er tölvupopp sem tikkar Bjarkarlega áfram, vísar stundum í himnatónlist Juliu Holter en rúllar á sama tíma í grjóthörðum, jaðarbundnum töktum.
Mjúk SiGRÚN mjólkar sköpunarkvíguna af krafti á Monster Milk.
Mjúk SiGRÚN mjólkar sköpunarkvíguna af krafti á Monster Milk.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Monster Milk er tíu laga plata, rúmur hálftími að lengd og hæglega með því allra besta sem ég hef heyrt í ár. Sigrún Jónsdóttir, eða SiGRÚN, kom fyrst fyrir sjónir okkar sem meðlimur í Wonderbrass, kvenblásturssveitinni sem lék með Björk á tónleikaferðalagi árið 2007. Sigrún spilaði á básúnu þar og í kjölfarið lék hún t.d. með Sigur Rós og Florence and the Machine. Sem sólólistakona á hún nokkrar stuttskífur að baki, mislangar. Tvær komu út 2016, Hringsjá og Tog, afstrakt smíðar eða eins og ég ritaði á sínum tíma: „Á fyrri plötunni vissi maður vart hvað var handan við hornið í hverri og einni lagasmíð, stíllinn þægilega frjáls og óheftur. Á Tog er eins og aðeins meiri bygging fái að vera og glefsur úr list Bjarkar skjóta

...