Mafíustíllinn á ekkert skylt við stílinn á íslenskum og erlendum glæpahópum sem hafa komist upp á kant við íslensk yfirvöld vegna refsiverðs verknaðar, enda lítill klassi yfir þeim.
Edie Falco fór með hlutverk Carmelu Soprano í samnefndum sjónvarpsþáttum. Hún er hin eina sanna mafíueiginkona. Hér er hún hlaðin veraldlegum auði, með Rolex-úr og ríkulegt demantahálsmen ásamt tennisarmbandi úr sama efnivið. Því miður geta flottheit sem þessi ekki framkallað lífshamingjuna þótt pallíetturnar og demantarnir skíni skært í góðum birtuskilyrðum.
Edie Falco fór með hlutverk Carmelu Soprano í samnefndum sjónvarpsþáttum. Hún er hin eina sanna mafíueiginkona. Hér er hún hlaðin veraldlegum auði, með Rolex-úr og ríkulegt demantahálsmen ásamt tennisarmbandi úr sama efnivið. Því miður geta flottheit sem þessi ekki framkallað lífshamingjuna þótt pallíetturnar og demantarnir skíni skært í góðum birtuskilyrðum.

MARTA MARÍA WINKEL

JÓNASDÓTTIR

er fréttastjóri dægurmála mbl.is og höfundur Smartlands. Hún hefur starfað hjá Árvakri frá 2011. Hún hóf blaðamannsferil sinn árið 2001 og hefur á ferli sínum ritstýrt lífsstílstímaritum og gefið út fjórar bækur.

Það var margt í gangi í glansheimi tískunnar 2024. Eitt af því sem einkenndi árið voru þyngdarstjórnunarlyf en landsmenn vörðu rúmum tveimur milljörðum króna í þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Langstærstur hluti er einstaklingar sem fá lyfið uppáskrifað af lækni en mæta ekki skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.

Þessar upplýsingar gefa til kynna að mantran „að hreyfa sig meira og borða minna“ virðist vera alger ósannindi. Ef þessi mantra virkaði hefði

...