Gustavo Dudamel
er tónlistarstjóri Fílharmóníuhljómsveitar Los Angeles.
Ég hef að undanförnu verið að hugsa um sambandið á milli einstaklingsins og samfélagsins – og þá sérstaklega hvernig eigi að ná jafnvægi milli persónulegra þarfa okkar við þarfir hins stærra samfélags. Þessi spurning er sérstaklega þörf á núverandi stundu. Sem einstaklingum líður mörgum okkar eins og við séum útskúfuð, einangruð og hjálparlaus, og eigum erfitt með að finna hlutverk okkar, við þurfum að hrópa til þess að í okkur heyrist, og erum á stanslausum hlaupum bara til þess að geta verið kyrr. Sem samfélag er meiri misklíð en nokkru sinni fyrr, við erum sett í bergmálshella af samfélagsmiðlum og göbbuð með falsfréttum, á meðan lýðræði okkar er ógnað af sífellt öfgakenndari stjórnmálaskoðunum. Stundum er erfitt að ímynda sér heim þar sem við getum lifað saman
...